Fréttir

IMG_3322 h3

Einkunnarorð Laugalandsskóla

Eftir langan aðdraganda og mikla yfirlegu höfum við komist að niðurstöðu með einkunnarorð Laugalandsskóla.

Orðin eru: Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi.

Allir nemendur skólans hafa velt því fyrir sér hvað einkenni skólann okkar og fyrir hvað við viljum standa í framtíðinni. Þeim var skipt upp í hópa þar sem málin voru rædd, orð valin og þau skráð niður á blað. Orðunum var síðan safnað saman og þau flokkuð.

Á sama hátt tók allt starfsfólk  skólans þátt í að finna hvað einkenndi starfið í skólans.

Þá var óskað eftir því við foreldra og aðra forráðamenn að þeir kæmu með sínar hugmyndir og settu í kassa sem stóð frammi á gangi skólans á foreldradegi, 30. október sl.

Til að kynna niðurstöðurnar settum við einkunnarorð Laugalandsskóla inn á mynd sem tekin var af öllum nemendum og starfsfólki í vor á 60 ára starfsafmæli skólans.

Meðfylgjandi er myndin með einkunnarorðunum, en hún var afhjúpuð 10. desember sl. í matsal skólans í tilefni af 60 ára afmælinu. Tónlistaval skólans flutti tvö lög og að sjálfsögðu sungu allir afmælissönginn.

Fulltrúar foreldrafélagsins og kvenfélaganna Framtíðar í Ásahreppi, Einingar í Holtum og Lóunnar í Landsveit mættu á svæðið og gáfu Laugalandsskóla höfðinglega gjöf, Frisbí golfvöll sem settur verður upp á Laugalandi.

Við þökkum fyrir þessa skemmtilegu gjöf, sem á örugglega eftir að nýtast öllum á svæðinu vel.

Einkunnarorðin IMG_3336 h1

 

 

css.php