Kiwanisfélagið og Eimskip gefa öllum nemendum landsins í 1. bekk reiðhjólahjálm. Nemendur í 1. bekk Laugalandsskóla eru þar á meðal og miðvikudaginn 17. apríl komu hjálmarnir í hús. Nemendur settu hjálminn á kollinn og stilltu sér í myndatöku. Að þessu sinni gáfu þessi félög einnig bolta, buff og endurskinsmerki. Það voru þakklát og ánægð börn sem fóru heim með hjálmana sína að loknum skóladegi.
- Almennt
- Starfsmenn
- Nemendur
- Fréttir
- Annað