Fréttir

10. bekkur 14. -18. janúar

Pistill vikunnar 14. – 18. janúar

Í stærðfræði  vorum við að læra algebru og fórum  smá í rasmus í tölvustofu en það er forrit þar sem við getum unnið ýmis dæmi.

Í náttúrufræði vorum við að klára að taka upp fræðslu stuttmyndir um efnablöndur og efnasambönd. Þetta eru stuttmyndir sem við gerum og vinnum og sýnum svo í  8. og 9. bekk í næstu viku.

Í íslensku kláruðum við fjóra kafla í Gísla sögu og svöruðum mörgum spurningum. Svo erum við að taka viðtöl við fólk sem náð hefur 70 ára aldir og eldra og eigum svo að vinna verkefni úr viðtalinu. Þá förum við í hlutverk blaðamanns sem tekur viðtal við einhvern og svo verður unnin einskonar blaðagrein úr efninu.

Í ensku erum við að vinna verkefni um frægð og eigum svo að sýna hinum í bekknum að loknu verkefninu. Bekknum er skipt upp í tvo hópa og er þetta skemmtilegt verkefni sem gaman verður að skoða þegar allir hafa skilað sínu.

Í samfélagsfræði erum við að byrja á fréttaverkefni við eigum að finna okkur frétt og vinna úr henni og finna fleira um fréttina. Allir krakkarnir ætla að vinna þetta sem glærusýningu og svo verða öll verkefnin kynnt í bekknum.

Í þjóðfélagsfræði lásum við um fjölskylduna og hvað til eru mörg afbrigði af fjölskyldum í heiminu. Við vorum líka að lesa og ræða um mikilvægi náms og hvað framhaldsnám sé mikilvægt nú á dögum. Þegar við vorum búin að lesa saman þá spjölluðum við um efnið og svöruðum svo spurningum. Við fengum smá heimaverkefni þar sem við áttum að krossa við hvaða heimilisstörf við tækjum þátt í heima fyrir og var svolítið misjafn hvað 10. bekkingar hjálpa mikið til heima.

Í dönsku kláruðum við að horfa á jólakvikmyndina á dönsku sem fjallaði um unglinga og íþróttir í Danmörku. Við unnum í kaflanum sem við vorum að byrja á í bókinni.

Í íþróttum vorum við í handbolta og vorum að gera margar æfingar eins og armbeygjur magaæfingar og í næstu viku verður bandívika.

Í málmsmíði erum að búa til verkfærakassa en sumir eru að klára búkkann sinn og fá svo að velja sér eitthvað verkefni.

Í ljósmyndavali vorum við að taka svarthvítar myndir og sýna hvernig ljósop virkar.

Höfundar: Bjarmi Már og Símon Helgi

css.php