Fréttir

10. bekkur – 11. -18. febrúar

Pistill vikunnar 11. – 18. febrúar

Mánudagur var hefðbundinn.Við lærðum mikið og um margt í íslensku. Stærðfræðin var að vana með hefðbundnu sniði. Það var nú óskaplega gaman í íþróttum en við munum ekki fara nánar út í það.

Maturinn var góður, að vanda en því miður þá munum við ekki svo langt aftur að við getum sagt hvað var í matinn. En hann var góður það vitum við og svo var það nú þannig að við voru ekki í skólanum nema tvo fyrstu daga vikunnar.

Á þriðjudeginum fórum við í próf í ensku, sem var ekki svo auðvelt en þó fengu margir gott út úr því.

Svo var starfskynning restina af vikunni. Þar fóru krakkar á marga staði í starfskynningu og fengu að vita margt og mikið um störf alheimsins á Íslandi.

Það sem vikan endaði á frábærri leikhúsferð þá fóru allir, að minnsta kosti við, inn í helgina með gleði og glensi. Þar sem við höfðum haft gaman í keilu, borðað flatböku og farið í  leikhús á leikverkið „Með fulla vasa af grjóti“ sem var allt í lagi. En óhætt er að segja að leikararnir voru það besta við leikritið. Þetta var tvíleikur sem fór með besta móti. Þá léku leikararnir mörg hlutverk eins og vera ber í tvíleik. Eins og áður sagði var leikverkið sjálft hálf þunnt en leikararnir þykkir.

Við viljum með glensi og gamni okkar enda þennan pistil (vegna þess að við erum hætt í kristnifræði)  á orðunum sem Jesú sagði forðum daga „AMEN“.

Takk fyrir okkur.

Árni Páll, Aron Ýmir og Guðmundur Hreinn.

css.php