Fréttir

10. bekkur- 25. febrúar – 1. mars

25. febrúar til 1.mars 2013

Það mættu allir hressir og kátir á mánudegi, eða það höldum við (Rebekka og Margrét Rún) því við vorum ekki í skólanum því við vorum veikar. Þess vegna  verður ekki sagt neitt um mánudaginn. Nema að það var Þrautakvöld á mánudagskvöldinu, þar voru lið að keppa í hinum ýmsu þrautum. T.d var kókosbollu át og appelsínu leikur. Krakkarnir gerðu líka Harlem Shake myndband sem er hægt er að sjá á Fésbókinni/Flettismettinu á Nemendaráðssíðunni, þar eru líka myndir frá kvöldinu. Liðið sem vann hét Glasses því allir í því liði eru með gleraugu. Nöfnin á hinum liðunum voru ekki síðri t.d. 1000 kallarnir og krónan, Erkifjendur Gumma, Dúddarnir og Minions.

Á þriðjudaginn þá var fjör í skólanum því þá var fyrsti valdagur vikunnar, þá var íþróttaval. Þá vorum við í glímu. Ólafur glímukappi kom og spjallaði við okkur um glímumót erlendis og að maður getur unnið pening og þá voru allir allt í einu rosa áhugasamir.

Í íslensku erum við að skrifa dagbækur um starfskynninguna. Við erum líka í Gísla sögu Súrssonar, við erum alveg að klára hana.

Við erum líka í Þjóðfélagsfræði og erum að læra um hverjir ráða.

Við horfðum á mynd í ensku í seinustu viku og erum að skrifa einstaklingslega  „film review“ um myndina: A lift  to the scaffold.

Danskan er alltaf jafn skemmtileg því við fórum í dönsku leiki í dönsku á föstudaginn, hina dagana vorum við auðvitað stillt og prúð að vinna í bókunum.

Það er mögnuð körfubolta vika í íþróttum. Það er alltaf líf of fjör í íþróttum því allir hlaupa um eins og asnar.

Í stærðfæði þá fórum við í algebrupróf. Þar sem allir skitu upp á bak nema einn, en við fengum að taka það aftur í dag og þá gekk það betur.

Við fórum í náttúrufræði próf í þessari viku, það gekk ágætlega.

Við erum að skrifa handritið fyrir árshátíðina í leiklist og það gengur bara þrusu vel.

Í söngvali erum við að æfa fyrir árshátíðina sem verður algjört dúndur!

 

Margrét R.

css.php