26. -30. nóvember. Anna Guðrún og Margrét Rún.
Í íslensku fórum við yfir bókina okkar því að það styttist í prófavikuna. Það er alltaf gaman.
Í stærðfræði vorum við bara að læra í bókunum þar sem Guðni er duglegur að segja okkur brandara.
Í ensku hlustuðum við á Jazz og Stefán sýndi okkur viðtal við John McLaughlin þar sem hann talaði um áhrifavalda sína í tónlistarheiminum.
Í dönsku kláruðum við allt sem þurfti að klára fyrir próf og fengum jólasögu sem þarf að lesa fyrir próf.
Í íþróttum var körfubolti en í íþróttavali fórum við í blak.
Í náttúrufræði gerðum við tilraunir með te og hvernig það verður til.
Í tónlistarvali fórum við yfir lögin okkar sem við sungum svo í undankeppni fyrir Ræðu- og söngvarakeppnina sem verður svo haldin á vorönn.
Í leiklist fórum við upp á svið með leikritið okkar og byrjuðum að setja það upp. Það gengur bara býsna vel.
Í samfélagsfræði horfðum við á fleiri glærusýningar um kortvörp, þróunarlönd og náttúruvalda.
Í þjóðfélagsfræði lærðum við til dæmis að fjölskyldan er ekki lengur framleiðslueining heldur neyslueining.
Í lífsleikni fórum við í óvissuferð með 1. og 2. bekk sem endaði úti í Marteinstungukirkju þar sem Halldóra tók á móti okkur. Við lærðum um aðventuna og sungum nokkur vel valin lög. Síðan fórum við út í safnaðarheimili og gæddum okkur á smákökum og heitu kakói.