Fréttir

10. bekkur 28. jan- 1. feb

Vikupistill

Dagana 28. janúar til 1. febrúar.

Í íslensku erum við búin að vera að vinna verkefni um fullorðið fólk. Þá setjum við okkur í spor blaðamannsins og skrifum grein um einhvern einstakling sem er 70 ára og eldri. Við erum að lesa Gísla sögu Súrssonar og eins og staðan er núna þá er Vésteinn dauður og búið að drepa Þorgrím goða….spennandi…..

Í stærðfræði erum við búin að vera kljást við að ná  áætlun en núna erum við í algebru kaflanum. Okkur gengur mis vel en samt síast þetta hægt og rólega inn.

Í dönsku vorum við búin að vera undirbúa okkur fyrir dönsku próf sem var á föstudag og flestum gekk vel.

Í ensku eru allir  búinir að vera að vinna mikið í verkefni sem Stefán setti fyrir okkur en verkefnið snýst um frægð. Á föstudaginn 1.febrúar sýndi fyrsti hópurinn ( Árni, Guðmundur, Egill, Sigþór og Margrét.) Það heppnaðist ágætlega og var mikið hlegið af mistökunum. Stefán kemur til með að setja verkefnið inn á heimasíðuna.

Í náttúrufræði erum við að skilgreina frumefni, efnasambönd og efnablöndur.

Í heimilisfræði bjuggum við til bollakökur með Betty Crocker kremi á og að lokum gerðum við verkefni í tölvum um uppskriftir sem við viljum endilega gera í framtíðinni.

Í ljósmyndavali erum við á fullu að taka myndir. Núna er áherslan á að ná myndum sem varpa ljósi á jafnrétti milli karla og kvenna.

Í íþróttavali vorum við að finna upplýsingar um flugslys sem gerðist hjá Marteinstungu. Eftir að við vorum búin að skrifa hvað við vildum setja á skilti, fórum við í íþróttasalinn og spiluðum fótbolta.

Í íþróttum erum við í glímu enda er glímumót framundan og þar ætlum við að standa okkur vel og koma helst heim með bikar (eða rétt væri að segja að verja titilinn).

Á sunnudagin ætlum við að fara í boði Guðmundar Hreins og Bjarkar Jakobsdóttur á lokasýningu Versló á söngleiknum Queen. Eftir æfinguna förum við að borða á Eldsmiðjunni….gaman…..gaman.

 

Góða helgi!

Höfundar: Egill Þór og Sigþór

 

css.php