Fréttir

10. bekkur 3. – 8. febrúar

Vikan 3. – 8. febrúar 

  • Á sunnudeginum fórum við 10. bekkur til  Reykjavíkur að sjá lokaæfingu á söngleiknum Queen sem Verslunarskóli Íslands er að setja upp og mun sýna á næstunni. Þessi ferð var í boði Guðmundar Hreins bekkjabróður okkar en hann hjálpaði leikstjóra verksins, Björk Jakobsdóttur, í girðingarvinnu síðasliðið haust og voru þetta launin fyrir verkið. Þegar við lögðum af stað var veðrið ekki gott en við komumst þó alla leið. Það var ótrúlega gaman á söngleiknum Queen og við mælum svo sannarlega með þessu verki. Að lokinni sýningu fórum við á Eldsmiðjuna og fengum okkur pizzu. Þegar við lögðum af stað heim þá var veðrið enn ekki gott en þar sem við vorum með örugga bílstjóra þá komumst við yfir heiðina og heim.

„Takk fyrir okkur Guðmundur Hreinn!“

 

  • Á mánudeginum fórum við í Bláfjöll. Þegar við lögðum af stað var yndislegt veður. En þegar við vorum komin upp á Hellisheiði þá fór veður að versna og þegar við vorum komin inn í Bláfjöll þá var snjókoma og smá vindur. En við létum það ekki á okkur fá og byrjuðum að koma farangri okkar inn í Breiðabliksskálann en þar ætluðum við að gista ásamt krökkunum í 9. bekk. Það var farið bæði á skíði og snjóbretti og síðan var farið inn að fá sér smá að borða. Flestir fóru svo aftur út í brekkurnar en vegna veðurs voru bara barnalyfturnar í notkun. Klukkan 16:00 fóru allir krakkarnir heim nema 9. og 10. bekkur sem fór upp í skála. Við spiluðum og spjölluðum fram að kvöldmat en þá hjálpuðust allir að við að hita pylsur, pylsubrauð og finna meðlæti og svo var borðað saman í borðsalnum. Þar sem Sigurður Smári í 9. bekk átti afmæli þennan dag þá bökuðum við köku handa honum og komum honum á óvart með því að kalla alla í borðsalinn og svo sungum við afmælissönginn um leið og afmæliskakan var borin inn og á henni logandi kerti. Kvöldið fór svo í spjall, spil og leiki sem var mjög gaman.

Næsta morgun vöknuðum við í frábæru veðri, sól og logni. Það þurft sko ekki að reka á eftir okkur út í brekkurnar því að við vorum öll ákveðin í að skíða og skemmta okkur þennan seinni dag skíðaferðarinnar.

 

  • Á miðvikudeginum mættum við í skólann og lærðum í fyrstu tveim tímunum en svo fóru margir á glímumót á Hvolsvelli. Keppendur frá Laugalandsskóla komu heim með 3 bikarar og marga verðlaunapeninga þar sem þeir stóðu sig svo vel. Stelpurnar í 5. til 7. bekk unnu einn bikar, stelpurnar í 8. – 10.  unnu einn bikar og strákarnir í 8. – 10. unnu einn bikar.

 

  • Á fimmtudeginum fórum við í tíma eins og vanalega nema í íslensku, þjóðfélagsfræði og stærðfræði en þá spiluðum við spilið Gettu betur til að æfa keppnisliðið okkar fyrir spurningakeppnina sem var svo um kvöldið á Hellu.

Í ensku vorum við að læra undir próf sem verður á þriðjudaginn, og í dönsku vorum við að lesa í lesbók. Um kvöldið fórum við á Söng-, ræðu- og spurningakeppnina á Hellu og þar var rosalega gaman. Laugalandsskóli vann ræðukeppnina en ræðumaður skólans var Anna Guðrún Þórðardóttir, frábært hjá henni!!! Hella vann bæði spurninga- og söngkeppnina. Svo var ball á eftir.

 

  • Á föstudeginum lærðum við bara eins og vanalega. Í stærðfræði erum við að læra í algebru. Í dönsku vorum við að flytja ræðu/verkefni. Í ensku vorum við að læra undir próf. Í íslensku vorum við bara að spjalla um útikennslustofuna sem við erum að fara að hanna. Þar á meðal annars að vera gróðurhús, matjurtagarður og margt, margt fleira. Í samfélagsfræði erum við að klára verkefni.

 

Höfundar: Sóley Huldrún og Anna Jóna

css.php