Fréttir

10. bekkur 4.-8. mars

Vikupistill vikuna 4. – 8. mars.

Í íslensku vorum við að gera könnun úr námsefni 8. – 10. bekkjar og flestir skiluðu við vikulok. Svo á fimmtudag kom Þorgrímur Þráinsson og spjallaði við okkur um lífið og tilveruna. Það var mjög gaman og fræðandi.

Í stærðfræði vorum við búin að vera að reyna að ná upp áætlun, en ekki allir eru búnir að ná henni. Það er búið að ganga misvel, en sumir er nálægt því að ná  henni.

Það eru búnir að vera mjög skemmtilegir dagar  við að gera verkefni í dönsku. Þar sem það eru þrír hópar sem gera verkefni um mismunandi hluti, allt frá morði til hláturs. Það eru allir að gera stuttmynd, en það eru allir komnir með hlutverk og erum við nú að taka upp.

Í efnafræði/náttúrufræði erum við búin að vera að undirbúa tilraun með natríum og vatni.

Við erum ekki búin að vera að gera neitt sérstakt í ensku, nema að klára Film Review fyrir myndina A Lift To The Scaffold. Svo erum sumir að reyna að klára fimmta kafla í ensku bókinni Spotlight.

Í íþróttum vorum við í glímu, en það var alveg ágætt, reyndar í íþróttavali kom Ólafur Oddur, glímukappi og sýndi okkur nokkur glímutök. Hann sýndi okkur líka hryggspennu, en eftir það var sumum alveg rosalega illt í bakinu og síðunni.

Við bjuggum til múffur í heimilisfræði og voru þær alveg rosalega góðar!

Í ljósmyndavali tókum við myndir af öllum í skólanum og eigum eftir að setja hana saman í mynd af Kolbrúnu. Það verður skemmtilegt að gera það verkefni.

Egill og Sigþór.

css.php