Fréttir

10. bekkur – 7.-11. janúar

7 . -11. janúar

Við byrjuðum fyrstu skólavikuna á árinu 2013 með stærðfræði og byrjaði það bara vel, reyndar vorum við að byrja í algebrukafla sem kannski er ekki skemmtilegasti kaflinn en annars er það bara fínt.

Í dönsku byrjuðum við líka bara á fullu í bókinni.

Í ensku fegum við góðar fréttir, með að við fengjum fleiri verkefni sem tengjast náminu og bíómyndum og allir rosalega glaðir með það af því að það þýðir minna í bókinni.

Í Íslensku byrjuðum við á bókinni um Gísla Súrsson og fengum við fregnir af því sem við myndum gera á önninni.  Eins og þið fáið fréttir af seinna.  Þá völdum við okkur orð aftan á hettupeysurnar sem að við fáum frá skólanum í ár. Við erum líka að byrja að leggja fram óskir um fyrirtæki sem að við munum heimsækja í starfskynninguni sem verður í febrúar. Einnig bjuggum við til spurningarlista fyrir viðtal vsem við eigum að taka við einhvern 70 ára eða eldri, „Spennandi“.

Í náttúrufræði vorum við að taka upp stuttmyndir fyrir 9 bekk. Þar útskýrum við efnafræði.

Í samfélagsfræði byrjuðum við á verkefni sem heitir „Í fréttum var þetta helst“ og þá veljum við fréttir sem að við höfum áhuga á og vinnum með þær.

Í þjóðfélagsfræði lesum við áfram bókina sem við vorum með fyrir áramót.

Bökuðum ljúfenga pítsusnúða og sungum helling af lögum í söngvali.

Einhverjir krakkar kíktu svo á nágranna okkar á Hellu á ball sem okkur krökkunum var boðið  á og þótti þeim það rosalega gaman.

Höf: Aron, Guðmundur og Árni Páll

css.php