Fréttir

10. bekkur bekkjarpistill 17. – 21. febrúar

Laugalandsskóli  10. bekkur

Vikan byrjar með hægindum þar sem helgin sýndi sig í baugum sumra. Á mánudaginn fór stærðfræði tíminn í það að rifja upp spilavistina fyrir fimmtudaginn. Fimmtudagurinn var svo uppbrotið í þessari viku þar sem 5 til 10. bekkur tóku vist á meðan kennararnir fóru á námskeið í leiklist til að efla ennmeir jákvæðni og samvinnu. Eftir hádegi fóru svo nemendur á námskeið í því sama þar var mikið fjör. Á föstudaginn var svo tekinn upp þráðurinn með hópsöngur sem við gerðum líka fyrir jól með ágætum árangri og var hann ekki minni þessa vikuna. Við kveðjum þessa viku með ósk um góða helgi til handa öllum.

 

Ómar Högni Guðmarsson

css.php