Fréttir

10. bekkur bekkjarpistill

Vika 25/ 6.- 10. Janúar

Þessi vika var fyrsta skólavika hins nýja árs 2014. Á mánudaginn mættum við aðeins seinna en vanalega í skólann og fengum við nemendur því smá tíma til þess að aðlagast því að vakna snemma. Við fengum samt áætlun í flestum fögum, þar á meðal stærðfræði (en það vill svo heppilega til að við fengum að byrja nýja árið á Algebru) og íslensku (þar sem við erum byrjuð að lesa bókina Englar Alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson). Það bættist einnig við nýr nemandi í 10.b. Hún heitir Þórhildur Ingibjargardóttir og tókum við henni öll fagnandi. Vikan var að þó mestu leyti róleg enda tekur smá tíma að komast af stað eftir langt og gott jólafrí.

Sigurður Smári Davíðsson

IMG_1239

Hluti 10. bekkjar í lok vikunnar.

css.php