Fréttir

10. bekkur bekkjarpistill 3. – 7. febrúar

Vikan 3. – 7. febrúar

Vikan byrjar með stæl hér eins og venjulega. Flensan hefur verið að ganga og er fleiri en einn kennari búinn að vera raddlaus, ein tók það nú upp að kenna nokkur orð á táknmáli, það leiddi umræðuna hjá hinum minna þroskuðum hratt útí blótsyrði á táknmáli. Eins og flestum er ljóst hefur ræðu og söngvarakeppninn verið lögð niður og lista hátíðin tekin upp núna í fyrsta skipti þar sem Helluskóli Laugalandsskóli og Hvollskóli tóku þátt. Um daginn voru fjölbreytt námskeið sem glöddu nemendur mikið. Um kvöldið var svo ball þar sem að rassar voru hristir. Föstudagurinn hefur liðið sinn vana gang með umræðum um næstu viku þar sem uppbrot verða mikill, þessi vika er þá kvödd með brosi á vör og von í hjarta.

Ómar Högni Guðmarsson

 

 IMG_1292IMG_1297

css.php