Fréttir

10. bekkur bekkjarpistill

Á mánudaginn var farið í skipulag íþróttahátíðarinnar sem við höldum hér á Laugalandi næsta fimmtudag.

Á þriðjudaginn var hefðbundinn skóladagur sem endaði á valgreinunum sem setja punktinn yfir iið.

Á miðvikudaginn var foreldradagurinn og sáu 9. bekkur um að selja kaffi og kökur fyrir foreldrana af miklum dugnaði.

Á fimmtudaginn vorum við svo í tvöföldum stærðfræðitíma en Sigurjón var kátur með það, en hann vill alltaf hafa marga stærðfræðitíma.

Á föstudaginn í lífsleiknitímanum var reiknað út í eitt því þá komu bæði krakkar úr 8. og 9. bekk til okkar í stærðfræði.

IMG_0954                                    Kv, Daníel Freyr.

css.php