Fréttir

10 bekkur vikan 14. – 18. október

Þessi vika var nú róleg og stress lítil eins og margar aðrar, við kláruðum kafla í stærðfræði og tókum próf úr honum.  Síðasti sund tíminn okkar var á mánudaginn og fyrsti  úti tíminn í íþróttum á fimmtudaginn.

Tekinn var stuttur tilraunartími í náttrúrufræði þar sem við settum uppleysanlegar töflur í tilraunarglös og skoðuðum massa þeirra og svo endurtókum við tilraunina nema settum blöðru ofaná tilraunaglasið. Við töluðum um það sem gerðist og hvað það var sem fór í blöðrurnar.  Og var þetta allt hin besta skemmtun enda eðlisfræðin bara hressandi.IMG_0799

css.php