Fréttir

10. bekkur – Vikan 22. – 26. april

Vikan 22. – 26. april

 

Á mánudegi byrjuðum við daginn með því að fara í stærðfræði. Í stærðfræði erum við á seinasta kaflanum í bókinni og erum að vinna í því að klára hann. Eftir það fórum við í dönsku en þar vorum við að vinna í bókunum eins og vanalega. Þegar dönskutíminn var búinn var komið af nesti. Síðan var farið í ensku og þar erum við að gera handrit fyrir stuttmynd sem við erum að vinna í. Af því loknu fórum við í íslensku og vorum að prenta út verkefni sem við erum búin að vera gera í 10.bekk. Síðan fórum við í mat og það var súpa og brauð í matinn. Eftir það fórum við í þjóðfélagsfræði og héldum áfram að lesa í bókinni og svo var annar tími af íslensku og gert var það sama og í seinasta. Haldið áfram að prenta út verkefni og þeim safnað saman í möppu. Af því loknu fórum við í frímínútur og síðan var leikfimi. En í leikfimi er sundið byrjað og vorum því í sundi.

Fyrstu tveir tímarnir á þriðjudaginn vorum við í náttúrufræði. Við vorum að taka lokapróf úr bókinni Efnisheimurinn en það var aðeins tekið próf úr tveim seinustu köflunum sem voru  þriðji og fjórði kafli. Af því loknu fórum við í nesti og síðan í íslensku. Í íslensku héldum við áfram að prenta út verkefnin en vorum líka að tala um hvað við gætum gert með leikskólanum á miðvikudaginn og við þurftum líka að skrifa undir drengskaparheit. Síðan fórum við í stærðfræði og þar var haldið áfram að vinna í bókunum og stefnt er á að klára kaflann í þessari viku. Eftir það fórum við í mat og það var fiskur. Svo fórum við í ensku. Þar erum við að vinna í handritinu fyrir stuttmyndina sem við ætlum að gera. Þegar við vorum búin í ensku fórum við í dönsku. Þar erum við að vinna í bókunum eins og vanalega. Af því loknu fórum við í frímínútur og síðan var farið í val. Það voru gerðir mismunandi hlutir í hverju vali en í skartgripagerð vorum við að búa til poka undir skartgripi.

Byrjun skólans á miðvikudegi fórum í íslensku en þar var aðeins helmingurinn af bekknum. Ástæðan fyrir því var að hinn helmingurinn var í leikskólanum að hjálpa við að passa börnin af því að það fóru allir leikskóla kennararnir til Svíþjóðar nema tvær konur og þurftu þær aðstoð. Bekknum var skipt í tvo hópa svo að það væru ekki of margir að hjálpa þeim. Fyrri helmingurinn fór í fyrstu tveimur tímunum en á meðan var seinni hópurinn að ákveða hvað hann gæti gert með börnunum. Svo tók danskan við og þar vorum við að vinna í bókunum. Síðan var komið af nestinu en við fengum aðeins 10 mínútur í nesti af því að þá þurftum við að skipta við fyrri hópinn í leikskólanum. Þegar fyrri hópurinn kom í skólann fór seinni hópurinn í leikskólann að hjálpa á meðan hinir voru að læra. Þegar seinni hópurinn var komin í leikskólann voru krakkarnir úti. Þá vorum við úti með krökkunum að leika með þeim og fórum með þau elstu í smá göngutúr. Eftir göngutúrinn fórum við að lesa fyrir börnin og svo sungu þau líka smá fyrir okkur. Af því loknu fylgdum við þeim í mat og sátum hjá þeim og hjálpuðum þeim að borða en það var kjúklingur í matinn. Síðan fengum við okkur að borða. Eftir það kvöddum við og fórum aftur í skólann. Þá var komið að vali og voru það mörg mismunandi völ sem krakkarnir fóru í. En við fórum í ljósmyndaval og vorum að vinna í lokaverkefninu sem á að skila í þarnæstu viku. Af því loknu fórum við í annað val. Í leiklist vorum við í leikjum í sambandi við leiklist en í heimilisfræði fórum við í smá útilegu og fórum að grilla pylsur og beikon úti í smá snjókomu.

Á fimmtudegi var enginn skóli af því að það var sumardagurinn fyrsti en það var haldið upp á hann fyrir utan skólann sem allir voru velkomnir á.

Fyrsti tíminn á föstudeginum var íslenska og í honum vorum við að halda áfram að prenta út verkefni en sumir voru að skrifa smá ritgerð um leikskólaverkefnið. En svo fórum við í dönsku og vorum að læra í bókunum. Síðan var nesti og svo kom að tvöföldum stærðfræði tíma en þar vorum við að vinna í bókunum og flestir eru búnir með kaflann eða eru að klára hann. Svo kom að hádegismatnum. Eftir hádegisfrímínúturnar fórum við í ensku og þar vorum við að klára handrit í samvinnu verkefnum. Svo fórum við í lífsleikni og vorum bara að spila og klára verkefni.

 

Höfundar: Anna Jóna og Sóley Huldrún

css.php