Fréttir

10. bekkur – Vikan 29. apríl – 3. maí

Vikan 29. apríl – 3. maí

Í þessari viku var allt frekar rólegt þó svo að sumt hafi verið öðruvísi í þessari viku en öðrum. Í náttúrufræði hlustuðum við á eitthvert viðtal við pólfarann okkar sem að Sirrý á Rás 2 hafði tekið við hann einhvern tímann. Við fórum í próf í stærðfræði og kom það bara mjög vel út. Í íslensku horfðum við á Engla Alheimsins og fannst það öllum frábært. Við skiptum okkur í hópa og eigum að skrifa persónulýsingu um aðal karakterana.  Við erum í óða önn að gera okkur tilbúin fyrir próf og gengur það bara vel. Það var náttúrulega frí 1. maí og ég held að við tölum fyrir alla þegar við segjum að enginn hafi verið leiður yfir því. Í samfélagsfræði erum við í óða önn að kynna okkar meistaralegu verkefni svo að við náum að klára það fyrir skólalok. Það var ball á fimmtudaginn og var það mjög skemmtilegt. Þema kvöldsins var sumarið  enda mættu flestir í sumar fötum. Þar var farið í marga leiki og dansað til 10. Þetta var sem sagt viðburðarrík vika.

Góða helgi og hafið það gott.

Kv. Aron, Árni og Guðmundur.

css.php