Fréttir

10. bekkur – vikuna 18. -22. febrúar

Pistill vikuna 18. – 22. febrúar.

 

Í þessari viku komu allir hressir í skólann eftir starfskynningu í síðustu viku.

Í íslensku vorum við að skila útdrætti 5 úr bókunum sem við erum að lesa heima hjá okkur. Við hlustuðum á nokkra kafla í Gísla sögu en nú er greyið Gísli í slæmum málum eftir að hann var gerður útlægur. Í málfræðinni fórum við yfir íslenskukönnun fyrir 8.-10. bekk. Flest okkar komu bara vel út úr því.

Í íþróttum var fótboltavika og við gerðum alls konar fótboltaæfingar, sikk sakk og fleira. Svo spiluðum við einn fótboltaleik og fórum í nokkra leiki.

Í náttúrufræði vorum við að gera tilraun með salt og greiðu. Við hrúguðum salti á borð, tókum greiðu og færðum yfir saltið og ekkert gerðist af því að það vantaði rafmagn. Þegar við vorum búin að nudda greiðuna með efni var komið rafmagn í greiðuna svo að þegar við færðum greiðuna yfir salthrúguna þá fór allt saltið í greiðuna. Svo kláruðum við kaflann og svöruðum spurningum.

Í þjóðfélagsfræði lásum við tvo kafla, spjölluðum um efnið og svöruðum spurningum. Síðan var okkur skipt upp í hópa og við áttum að svara spurningum saman.

Í stærðfræði kláruðum við kaflann um Algebru og við eigum svo að taka stærðfræðipróf í næstu viku.

Í ensku vorum við að klára að horfa á kvikmynd sem við eigum svo að skrifa um á ensku að sjálfsögðu.

Í samfélagsfræði erum við byrjuð að sýna fréttaverkefnin okkar sem við vorum að klára. Þar er verkefnin mjög mismunandi enda er áhugasvið okkar í bekknum mjög misjafnt. Sumir velja íþróttafréttir, sumir kvikmyndir og aðrir velja göngugarpa.

Í dönsku eigum við að klára kaflann fyrir mars til að geta gert danskar stuttmyndir.

Í ljósmyndavali vorum við að klára ljósmyndaverkefnið sem við vorum byrjuð á í síðasta tíma.

Í heimilisfræði vorum við að gera bollakökur og fleira gaman.

 

Höfundar Bjarmi Már og Símon Helgi

css.php