Fréttir

10. bekkur (19. -23. nóv.)

19. – 23. nóvember

 • Það sem var skemmtilegast við þessa viku var pappírsgerðin. Við ætlum að vinna öll jólkortin í ár á endurunninn pappír. Við erum búin að búa til rauðan, bláan og hvítan en í næstu viku ætlum við að búa til grænan.
 • Í íslensku vorum við að klára bókina og byrja að undibúa okkur fyrir próf. Við fengum líka að fara úr íslenskutímunum til að búa til pappír.
 • Í stærðfræði vorum við að byrja á nýjum kafla um vegalengd, hraða og tíma.
 • Í Gísla sögu Súrssonar kláruðum við tvær myndir af sögupersónum og settum þær upp á vegg.
 • Í Náttúrufræði vorum við að byrja á bókinni „Efnisheimurinn“. Við vorum að bera saman innihald og næringarefni í nýmjók, léttmjólk og Svala.
 • Í ensku vorum við að undirbúa okkur fyrir kaflapróf sem við tókum núna í dag (föstudag).
 • Í dönsku vorum við undirbúa smØrrebrØd hátíð. Við fundum uppskriftir á netinu og skoðuðum myndir, prentuðum innkaupalista og uppskriftirnar. Svo náði Björg í hráefni og núna í dag (föstudag) héldum við smØrrebrØd hátíðina í tveimur fyrstu kennslustundunum og var það mikið fjör.
 • Í Þjóðfélagsfræði fengum við að fara í pappírsgerðina.
 • Í ljósmyndavali vorum við að undirbúa okkur fyrir myndbandsgerð. Þá fórum við á Youtube.com og leituðum að lögum til að búa til myndband. Svo eigum við að taka myndir og setja inn á myndbandið og lag með.
 • Í heimilisfræðivali vorum við að baka piparkökur og svo í næstu viku skerum við út og skreytum kökurnar.
 • Í tölvuvali vorum við að prufa ný forrit, gera stuttmyndir, hlusta á tónlist og spiluðum leiki.
 • Í málmsmíði erum við að smíða verkfærakassa.

 

Pistlahöfundar: Símon Helgi Helgason og Bjarmi Már Helgason

css.php