Fréttir

10. bekkur – vikunnar 8. -12. apríl

Pistill vikunnar 8. -12. apríl

Í stærðfræði vorum við að ljúka við 6. kafla sem er um jöfnur og jöfnuhneppi. Við tókum próf úr þeim kafla í vikunni.

Í dönsku erum við að ljúka við stuttmyndirnar okkar. Þær fjalla ýmist um glæpi, morð, drauga eða flotta menn í þjálfun. Annars erum við að vinna í bókunum líka.

Í ensku vorum við að horfa á mynd er nefnist: Dead poets society. Í stað þess að gera “movie report” eða að skirfa umsögn um myndina, þá erum við að gera hópaverkefni. Bekknum er skipt í tvo hópa og eru báðir hóparnir að gera stuttmynd, en stuttmyndirnar eru gjörólíkar.

Í íslensku vorum við að ljúka við Gísla sögu Súrssonar og tókum próf úr þeirri sögu í vikunni.

Í íþróttum erum við að synda alveg eins og brjálæðingar. Enda erum við öll svo þrusu góðir sundmenn!

Í náttúrufræði eru hins vegar hjólin að snúast! Við gerðum sprengju! Úti og allt! Það var mjög gaman. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Í þjóðfélagsfræði þá erum við að klára bókina. Í stað þess að taka próf þá gerum við verkefni úr seinni hluta bókarinnar.

Í samfélagsfræði er María hætt að kenna okkur og Kolbrún skólastýra er komin í hennar stað. En þar erum við að gera glærusýningar um fréttir frá árinu 2012. Eftir hverja sýningu ræðum við saman og svo finnum við saman prófspuringar úr þeirri glærusýningu.

Í íþróttavali var mjög frjálslegur tími og fórum við mest í fótbolta.

Í söngvali þá erum við að undirbúa Kósýkvöld sem verður 6. maí. Við erum að æfa lögin sem við ætlum að syngja og auðvitað eru hljóðfæraleikararnir líka að æfa sitt.

Í leiklistarvali fórum við í leiklistarvalsferð til Reykjarvíkur. Þar fórum við að heimsækja áhugaleikhúsið í Kópavogi. Þar hittum við skemmtilegt fólk, og lærðum nýja og fróðlega leiklistarleiki. Á eftir því þá fórum við á Stjörnutorg í Kringlunni og fengum okkur eitthvað í gogginn. Næst fórum við svo í Egilshöllina og sáum frábæra mynd er nefnist: G.I. Joe retaliation, svo fórum við heim.

Á þriðjudaginn voru alveg himneskar kjötbollur! Eldhúskonurnar eiga mikið hrós fyrir þær.

 

Margrét Rún.

 

css.php