Fréttir

10. bekkur vikupistill 10. – 14. febrúar.

IMG_2922 

Vikan byrjaði að við skelltum okkur í skíðaferð á þriðjudaginn, Það var mega fjör og komu allir ánægðir heim og vöknuðu næsta dag með harðsperrur upp að haus. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir fjörið ?

Annars fór vikann sinn vana gang, tími , tími, nesti tími , tími o.s.fv. En á föstudaginn fór aldeilis að hitna í kolunum því 1/3 af bekknum skelltu sér í ferð með tónlistarskólanum sínum og vonandi skemmtu þau sér frábærlega. Á meðann þá tókum við allt niður í matsalnum  og gerðum allt tilbúið því um helgina (laugardaginn 15 feb ) var sýnt Unglinginn hér í skólanum okkar. Sem margir nemendur fóru á og skemmtu sér allveg með prýði því um er að ræða frábært leikrit og við mælum eindregið með því.

css.php