Fréttir

10.bekkur vikupistill 18. – 22. nóvember

IMG_1159Síðasta vika var viðburðarmikil. Á miðvikudeginum var forkeppni tónlistarvalsins fyrir listahátíðina sem haldinn verður á næsta ári. Fyrsta sætið hrepptu þær Margrét,Sigrún og Viðja og annað sætið hún Jana. Á fimmtudaginn skiptust nemendur í eldri deild skólans (8.-10.b) á að aðstoða starfsmenn leikskólans vegna ART-námskeiðs sem meirihluti þeirra sótti. Gekk það ágætlega og voru bæði nemendur skólans og krakkarnir í leikskólanum ánægðir með tilbreytinguna.

css.php