Fréttir

10. bekkur (12.-16. nóv.)

Vikan 12. – 16. nóvember

Á mánudag byrjuðum við strax í íslensku að gera leikatriði fyrir dag íslenskrar tungu. Einnig botnuðum við vísur og sömdum limrur. Sumir gerðu leikatriði og léku á staðnum en aðrir tóku upp og sýndu á myndbandi. Flestir bekkirnir komu að sjá atriðin og voru þeir sáttir með árangurinn.

Ragnheiður frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu kom í heimsókn og kynnti ungliðastarfið.  Í ensku lögðum við hart að okkur í lærdómi enda fyrirmyndarnemendur. Í náttúrufræði  horfðum við á mynd sem tengdist námsefninu á einn eða annan hátt. Stærðfræðin var heldur róleg í lok vikunnar enda höfðu allir unnið að miklu kappi við að halda áætlun dagana á undan. Danskan var með hefbundnu sniði og fengu nemendur að vita einkunnir úr prófinu sem var í síðustu viku svo fórum við líka yfir prófið svo að allir voru með á hreinu hvað það var sem þeir flöskuðu á.

Miðvikudagur og fimmtudagur voru báðir þétt bókaðir.

 

Á miðvikudagskvöldið var diskó ball á   hjá 7. – 10. bekk og komu nemendur í alla vega litríkum fötum til að ná sem bestri stemningu. Á fimmtudagskvöldið var síðan söngvakvöld þar sem Eyrún tónlistakennari stýrði söng allra nemenda í 1. – 7. Bekk og söngvalinu. Það er óhætt að segja að flutningur nemenda heillaði gesti og var kvöldið í einu orði sagt frábært. Það voru margir gestir sem mættu og safnaðist mun meiri peningur en búist var við og mun sá peningur fara í kaup á gítar fyrir skólann. Í lok söngkvöldsins afhenti Margrét Rún formaður nemendaráðs hér í skólanum Eyrúnu litla gjöf sem þakklætisvott fyrir störf hennar við undirbúning kvöldsins.

 

Sem sagt skemmtileg vika að baki og öll helgin framundan.

 

Pistlahöfundar: Árni Páll, Aron Ýmir og Guðmundur Hreinn.

 

css.php