Fréttir

10. bekkur (5.-9. nóv.)

5. – 9. nóvember 2012

 

 • Skemmtilegasta við þessa viku var íþróttahátíðin og undirbúningurinn fyrir hana. Við kepptum í fótbolta, handbolta, boðhlaupi og nemandaráðið keppti í spilaleik og Laugaland var í 2. sæti.
 • Í stærðfræði vorum við að læra í almenn stærðfræði III.
 • Í ensku fengum við einkunnirnar úr prófinu sem við tókum í seinustu viku. Og við vorum líka að læra í bókunum ,,Spotlight“.
 • Í íslensku vorum við í að fara yfir áætlun síðustu viku og byrja í nýjum kafla. Svo vorum við líka að tala um einelti því það var dagurinn gegn einelti 8. nóvember. Við skrifuðum undir þjóðarsáttmála þar sem við hétum því að passa að einelti ætti sér ekki stað í skólanum okkar og ræddum við líka um hvað það er mikilvægt að vera góð hvort við annað og virða hvort annað.
 • Svo í Gísla sögu Súrssonar vorum við að teikna persónurnar og vopnin og nú styttist í að persónurnar fari að koma upp á vegg og við getum byrjað að lesa söguna.
 • Í dönsku vorum við að undirbúa okkur fyrir kaflaprófið sem við tókum seinna í þessari viku. Svo fórum við líka yfir kaflann sem við tókum prófið úr.
 • Í þjóðfélagsfræði  vorum við að lesa í bókinni sem við erum með og ræddum um einelti.
 • Í íþróttum var badminton og borðtennis vika og svo vorum við líka að æfa okkur fyrir íþróttarhátíðina sem var á miðvikudaginn.
 • Í náttúrufræði vorum við að læra kynfræðslu og tilfinningar t.d. ást.
 • Í skartgripagerð vorum við að vinna í gleri, t.d. að skera það niður og móta form eins og krossa, kertastjaka og margt fleira.
 • Í ljósmyndun fengum við það verkefni að taka nokkrar myndir við lag. Lagið sem við fengum var „Ísbjarnablús“ og komu nokkrar skrautlegar myndir úr því. Stefnt er að því að ljósmyndavalið verði með ljósmyndasýningu á Söngvakvöldinu sem verður á fimmtudagskvöldið. „Endilega allir að mæta.“
 • Í heimilisfræði vorum við að búa til nachos og það var mjög gaman.
 • Í leiklist vorum við að klára handritið og fórum í spuna og einhverja aðra tvo leiki og það var mjög gaman.
 • Í samfélagsfræði erum við að kynna verkefnin okkar sem við gerðum í „power point“ um náttúruöfl og því tengt.

Pistlahöfundar: Anna Jóna og Sóley Huldrún.

css.php