Fréttir

Foreldrafélag Laugalandsskóla færir veglegar gjafir

Foreldrafélag Laugalandsskóla færði skólanum veglegar gjafir á dögunum.  Dagskólinn fékk spil, púsl og fleira sem kemur að góðum notum fyrir börnin þar.  Einnig voru gefnir vandaðir körfu- og fótboltar fyrir nemendur.  Þá voru gefnar tvær spjaldtölvur sem sérstaklega eru hugsaðar fyrir yngstu börnin.  Þessar gjafir koma sér vel og er ómetanlegt fyrir alla innan skólans að finna þann hlýhug foreldrasamfélagsins sem þeim fylgir.

Hér má sjá Guðrúnu Láru Sveinsdóttur, formann foreldrafélagsins  afhenda Sigurjóni Bjarnasyni skólastjóra gjafabréf fyrir hönd félagsins.

Guðrún Lára og Sigurjón

Hér eru tveir ánægðir nemendur í 1. bekk, þau Thelma Lind Árnadóttir og Sveinn Bjarki Markússon  að nýta sér nýju spjaldtölvurnar.

IMG_0535     IMG_0533

css.php