Fréttir

10. bekkur 11.-15. mars

Pistill 11. – 15. mars.

Anna Jóna og Sóley Huldrún

Í íslensku erum við nýbúin að klára að svara öllum spurningum og hlusta á Gísla Sögu Súrssonar en eigum eftir að horfa á myndina, stefnt er af því í næstu viku. Annars erum við búin að vera í málfræðikönnunum og að undirbúa árshátíðina sem verður í kvöld.

Í þjóðfélagsfræði erum við að lesa bókina Þjóðfélagsfræði og erum á kafla sem fjallar um stjórnmál og áhuginn mismikill.

Í ensku erum við að undirbúa okkur fyrir próf úr kafla 5 en prófið verður á mánudaginn.

Í dönsku var okkur skipt í hópa sem eru að gera stuttmynd. Við ráðum um hvað myndin er og við fengum þrjár vikur til þess að klára. Við erum á annarri viku núna.

Í stærðfræði erum við að læra jöfnur og jöfnuheppni. Það verður síðan próf úr þeim kafla á miðvikudaginn í næstu viku.

Í náttúrufræði vorum við að klára þriðja kafla og svara spurningum úr honum og erum að byrja í fjórða kafla sem er seinasti kaflinn í bókinni. Áhugaverðri tilraun sem átti að vera í þessari viku var frestað til næstu viku vegna þess að allir hafa verið í árshátiða undirbúning síðustu daga.

Í samfélagsfræði erum við að kynna verkefnin okkar og bara nokkrir eftir af hópnum. Verkefnavalið er misjafnt eftir áhugasviði hvers og eins svo að við fáum öll ólíkar upplýsingar og þekkingu út úr verkefninu.

Í skartgripagerð erum við að vinna með gler, eða það er að segja glerkúnst. Þar er til dæmis  verið að hanna og gera kertastjaka fyrir fermingar, klukkur og margt fleira.

Í ljósmyndavali fengum við að velja verkefni og höfum við tíma til þess fram að páskafríi. Margir völdu stuttmyndagerð en nokkrir héldu sig við ljósmyndir.

Í heimilisfræði voru bakaðar ljúfengar súkkulaðibitakökur.

Í leiklistarvalinu er verið að leggja lokahönd á leikrit fyrir árshátíðina í kvöld.

Í íþróttavalinu var fenginn bootcamp þjálfari og fóru krakkarnir út um allt skólasvæðið og puðuðu og púluðu. Eflaust einhverjar harðsperrur eftir þann tíma.

Eftir hádegismatinn var svo genaralprufa þar sem skemmtidagskrá árshátiðar var flutt og af því loknu fór hver bekkur í sína stofu að ganga frá til að hafa allt tilbúið fyrir kvöldið.

 

 

css.php