Fréttir

13.-17. janúar, 8. og 9. bekkur

Þessi vika hefur verið mjög fljót að líða að sögn nemenda.

Við byrjuðum á verkefni um persónur í bókinni Eins og hafið eftir Fríðu Á Sigurðardóttur.  Allir i 9 bekk eru á eftir áætlun í stærðfræði…. :/ sem gefur ykkur það að við vorum aðalega að vinna í stærðfræði þessa vikuna.  Á fimmtudaginn var svo videokvöld þar sem við horfðum á White house down, það var mikil mæting á myndina. Mikið var um öskur hjá stelpunum  þegar aðaleikarinn Channig Tatum birtist á skjánum, en annars var myndin mjög góð. Í dönsku erum við að vinna í samstarfsverkefni með 10. bekk  að fjalla um víkingaöldina og erum við að gera veggmynd af þorpi víkinga.  Í ensku erum við aðalega bara að lesa enskar bækur en erum líka að fara í persónulýsingar. Í samfélagsfræði erum við að vinna að eineltisverkefnunum og í bókinni Úr sveit í borg. Í náttúrufræði erum við að gera tilraunir og verkefni í kringum selgursvið og aðdráttarafl. Á Föstudaginn ætluðu svo nokkrir nemendur að fara á USS eða samsuð á Flúðum, en vegna skorts á miðum fékk Laugalandsskóli enga miða á það ball.  Það voru nú ekki allir nemendur ánægðir með það en ákváðu að gera bara eitthvað annað skemmtilegt í staðinn.

 IMG_2414            IMG_2422

css.php