Fréttir

Samstarfsverkefni  listanefndar Norður Dakóta ríkis (North Dakota Council of the Arts) við Laugalandsskóla.

Í ár var það í sjöunda skipti sem við í Laugalandsskóla fengum gestakennara til okkar frá Norður Dakóta en heimsóknin er liður í samstarfsverkefni menntayfirvalda þar og Laugalandsskóla.

Í þetta sinn voru það félagarnir Matthew Maldonado og Eric Thoemke  sem heimsóttu okkur. Þeir starfa við það í Norður Dakota að kenna nemendum kvikmyndaframleiðslu og veita þeim innblástur í kvikmyndagerð og alla vinnslu við hana frá sögugerð í ritun, leikstjórn og leiklist  til framleiðslu. Þetta hafa þeir gert með nemendum okkar, og höfðu þeir sjálfir orð á því að kennslan hefur ekki gengið betur í annan tíma.

Kennslunni var skipt niður í verkefni sem hæfði aldri nemenda og var þeim kennt að gera svokallaða „trailera“ að kvikmyndum, s.s. ævintýra-, fótbolta-, hryllings- og gamanmyndum.

Þetta samstarfsverkefni er sannarlega kærkomið tækifæri fyrir okkur til að þjálfa þau markmið aðalnámskrárinnar að efla samstarfshæfni, sköpunargáfu og samskipti nemenda okkar.

Hér má sjá 1. og 2. bekk í hlutverkum sínum í tökum.

HFjársjóðsleit, 1. og 2. bekkur (2) Fjársjóðsleit, 1. og 2. bekkur

css.php