Fréttir

Ytra mat Laugalandsskóla

IMG_0872Nú á vorönn var unnið ytra mat á grunnskólum sveitarfélagsins. Grunnskólinn á Hellu var einn af þeim 10 skólum sem lentu í úrtaki Mennta og menningarmálaráðuneytisins, en árlega eru 10 skólar teknir í ytra mat á vegum ráðuneytisins. . Byggðasamlagið Oddi bað  um að framkvæmt yrði samhliða, ytra mat á Laugalandsskóla.
Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.Það er afskaplega dýrmætt fyrir skóla að fá mat sem þetta, þarna birtist það sem þarf að vinna frekar með í skólastarfinu og stjórnun skóla en ekki síður er bent á það sem vel er gert.Við erum stolt af skólanum okkar og þakklát fyrir það góða skólasamfélag sem styður við hann í því mikilvæga verkefni að uppfræða börnin okkar.

Skýrsla um Ytra mat á Laugalandsskóla vorönn 2017

css.php