Gaman er að segja frá því að Guðný Salvör Hannesdóttir, nemandi í 9. bekk Laugalandsskóla vann vísnasamkeppni grunnskólanema á unglingastigi. Keppnin er á vegum Menntamálastofnunar og haldin í tilefni af degi íslenskrar tungu, í samstarfi við KrakkaRúv. Við óskum Gísellu innilega til hamingju.
Vísubotn hennar hljómar svona:
Út um gluggann oft ég sé
ýmislegt sem gleður.
Glitrandi stjörnur, grenitré
brátt gamla árið kveður.
Frekari upplýsingar má finna á vef Menntamálastofnunar:
https://mms.is/frettir/vinningshafar-i-visubotni-2017