Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur víða um land þann 16. nóvember. Í dag, föstudaginn 15. nóvember, voru ýmsar uppákomur hér í Laugalandsskóla í tilefni af því.
Nemendur í 1. bekk sýndu atriði í hádegishléinu þar sem þau sungu og táknuðu Krummi svaf í klettagjá eftir Jón Thoroddsen. Einnig færðu þau Samúel Erni afmælisgjöf, en hann varð 60 ára í vikunni sem leið.
Nemendur í 4. og 5. bekk kíktu svo í heimsókn í nokkra bekki og fræddu samnemendur sína um Jónas Hallgrímsson ásamt því að lesa ljóðið Ísland, farsælda frón.
Nemendur frá 2. og upp í 6. bekk hafa unnið að því undanfarið að semja vísubotna. Hér að neðan má sjá afraksturinn af þeirri vinnu ásamt myndum frá
atriði 1. bekkjar.