Fréttir

2. bekkur fær íslenska fánann

Skátarnir gefa nemendum í 2. bekk fánaveifu í tilefni sumardagsins fyrsta.

fanar

Með fánanum fylgir bæklingur um fánareglurnar. Nemendur tóku glaðir og kátir við fánanum og teiknuðu fallega sumarmynd, þar sem íslenski fáninn var í öndvegi. Síðan stilltu þeir sér upp með myndirnar sínar. Það verður hátíðlegt að hafa fánaveifuna uppi á sumardaginn fyrsta sem verður í næstu viku.

Þess má geta að verkefnið sem sjá má í bakgrunni nemenda, gerðu einmitt nemendur í 2. bekk í handavinnu hjá Björgu, en þetta eru blóm sem ofin eru úr garni, stilkurinn er prjónaður með fingraprjóni og laufblöðin og býflugurnar eru þæfðar.

css.php