Fundur og fyrirlestrar í boði foreldrafélags Laugalandsskóla
Í haust gaf Mennta- og menningarmálaráðuneytið út nýja aðalnámskrá fyrir þrjú skólastig í landinu; leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Það er mikilvægt að viðhalda góðu samstarfi milli skólastiga og heimila og að allir viti hvað er að gerast í skólunum. Því ætlar Foreldrafélag Laugalandsskóla að bjóða upp á kynningarfyrirlestur, þar sem Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands mun kynna nýju aðalnámskrána.
Kolbrún Sigþórsdóttir, skólastjóri segir frá hvernig hún hefur notað leiklist og sköpun í íslensku og samfélagsfræði.
Þá ætlar Ásta Kristjana Guðjónsdóttir, sérkennari við Laugalandsskóla að kynna ýmsa möguleika tengda tölvum, sem foreldrar geta nýtt til að aðstoða börn sín í námi.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember í matsal skólans og hefst kl. 20:00
Mætum öll og fræðumst um þessi mikilvægu málefni.
Foreldrafélag Laugalandsskóla.