Fréttir

5. – 6. bekkur

Nú er skólastarfið komið á fulla ferða. Við höfum átt skemmtilegar stundur saman það sem af er og veit ég að þær eiga eftir að vera miklu fleiri. Í íslensku höfum við verið að fara yfir helstu málfræðiatriðin, skrifa dagbók, lesa í yndislestri, leysa ýmis verkefndi svo eitthvað sé nefnt. Í lífsleikni og ART höfum við verið að fara yfir samskipti, framkomu og heiðarleika. Við höfum farið út og skoðað nærumhverfið og einnig höfum við verið að dansa og skemmta okkur. Þann 8.september skelltum við okkur út og fórum við á leiksvæðið ofan við skólann. Nemendurnir skemmtu sér konunglega í frábæru veðri.

 

 

Mynd 4Mynd 3 Mynd 2 Mynd 1

css.php