Fréttir

5. -7. bekkur 2.-6. september.

Pistill vikunnar 2.-6. september.

Á mánudaginn var fyrsti skóladagurinn sem við lærðum. Á miðvikudaginn fór 7. bekkur í Þórsmörk ásamt 8.-9. bekk. Þar fóru þau í gönguferðir með kennurunum ( Guðna og Kristínu ). Svo máttu þau líka fara sjálf í hópum eða ein. Á leiðinni festumst við í rútunni í Hvanná og það þurfti traktor að koma að toga okkur upp úr ánni. 5. og 6. bekkur sungu í dönsku lag.

Á fimmtudaginn fóru sumir úr 5.bekk í sinn fyrsta píanó tíma í haust. Í staðinn fyrir samfélagsfræði fóru krakkarnir í 1.-6. bekk í berjamó með Maríu Carmen og Dóru. Hjá krökkunum í Þórsmörk var mikið fjör. Þau lögðu af stað kl 12:00. Á leiðinni fóru þau í Stakkholtsgjá. Þar er foss og Sigurlín, Sóley, Jana og Guðni fóru alla leið að fossinum og þegar þau voru á leið til baka datt Sóley ofan í lækinn og blotnaði alveg á fótunum og líka á maganum. Við skoðuðum líka Seljalandsfoss á leiðinni heim og gengum á bak við hann. Þetta var mjög skemmtileg ferð þó að sumir blotnuðu og við festumst.

Kær kveðja: 5.,6. og 7. bekkur.

css.php