Fréttir

6. – 7. bekkur 4. -8. mars

Vikan 4. -8. mars 2013

 

Vikan var fljót að líða.  Íþróttarnir snerust um blak sem var skemmtilegt en við komumst að því að við þurfum að æfa uppgjafir því margir drifu ekki yfir netið!

Myndmennt er búin að vera skemmtileg því við erum að búa til grímur sem við búum til úr gifsi og við tökum afsteypur af andlitum hvors annars. Í náttúrufræði erum við að vinna í glærukynningum sem við flytjum fyrir hvert annað.  Í dönsku erum við að læra um mat og lærðum mikið á því að búa til danskan morgunmat í síðustu viku.

Í íslensku höfum við verið að vinna með orðtök og persónufornöfn auk þess sem lýsingarorð hafa verið viðfangsefni okkar. Í stærðfræði erum við í rúmfræði og lærum um rúmmál ýmissa hluta. 6. bekkur er að skoða rúmfræðihugtök og hvernig þau líta út frá ýmsum áttum.

Veðrið hefur verið að stríða okkur og skólinn féll niður á miðvikudag sem okkur fannst mjög leiðinlegt J Það var samt gaman í vindinum að leika með poka sem við létum fjúka í burtu og svo þurftum við að ná honum aftur.

Við höfum líka verið að pæla í árshátíðarleikriti og kláruðum handrit og fórum að æfa okkur fyrir frumsýninguna í næstu viku.

css.php