Fréttir

5. – 7. bekkur, 9-13. september 2013

Pistill vikunnar 9.-13. September

Sjöundi bekkurinn fór á fyrsta ballið þeirra sem var inntökuball ( busaball) þeim fannst það mjög gaman. Taikwando kennari kom í heimsókn og kynnti fyrir sjöunda bekk Taikwando. Við gerðum tilraun með Thelmu í náttúrufræði með matarlit og fleira. Sjötti bekkur mældi fótboltavöllinn og fann út lengd og breidd hans og í framhaldi flatarmálið.  Fimmti bekkurinn tók saman nokkur bílnúmer og fann út meðaltal og raðaði númerunum eftir stærð. Fimmti og sjötti bekkur bökuðu pítsusnúða í heimilisfræði sem smökkuðust mjög vel. Sjöundi bekkur bakaði skinku og osta horn. Og við lásum saman söguna um Ali baba sem var mjög skemmtileg og endaði vel.

Dagný Rós, Grétar Jóhann og Kristinn Ásgeir. J

css.php