Fréttir

6. og 7. bekkur 15.-19. apríl

Vikupistill

Á mánudaginn byrjaði skólinn eins og vanalega. 7.bekkur kláraði sokkaleikritið í dönsku og stelpurnar fóru í sprautu á þriðjudaginn. Við vorum að leira í myndmennt t.d. skálar, diska eða kertastjaka. Við grilluðum úti með Ástu í heimilisfræði og eftir að allir voru búnir að grilla þá fórum við í útilegumann sem var mjög skemmtilegt.

Í sundi vorum við í skriðsundi og fengum að nota froskalappir í 7. bekk en 6. bekkur fór í bringusund og rúbbí.

Regúla kom á fimmtudeginum og færði okkur fréttir af því að hún væri á leiðinni í aðgerð í næstu viku. Við ætlum að hugsa fallega til hennar í næstu viku.

7. bekkur kláraði áætlun snemma í stærðfræði og fór þá í að leysa stærðfræðiþrautir sem var mjög skemmtilegt.

Á föstudeginum fór svo hópur nemenda í ferð með tónlistarskólanum og voru allan daginn. Í 6. og 7. bekk fóru 6 nemendur  svo að 7 nemendur voru eftir, í skólanum,  að læra.

css.php