Fréttir

6. og 7. bekkur 18. – 22. febrúar

Pistill vikunnar 18. – 22. febrúar

 

Þessi vika leið mjög hratt. Í íþróttum var fótboltavika og við fórum út því að það var svo gott veður.  7. bekkur fór líka í orrustu sem er svipuð og litbolti nema notaðir eru boltar úr pappír. Það er mjög skemmtilegt.

Í íslensku héldum við áfram í Málrækt og 7. bekkur er nú farinn að læra  um fornöfn á meðan 6. bekkur heldur áfram að læra um persónugervingar. Saman lesum við svo söguna um Mírmann, son Hermanns og Brígíðar. 7. bekkur heldur áfram að undirbúa sig undir stóru upplestrarkeppnina undir stjórn Kolbrúnar.

Í stærðfræði tókum við könnunarpróf og höfum verið að vinna í áætlun. 7. bekkur er komin með nýja vinnubók og hún byrjar á myndritum og að vinna tölfræðilegar upplýsingar. 6. bekkur er að vinna með stærðfræðipýramída og næsti kafli fjallar um rúmfræði sem tengist aðeins verkefninu okkar. Ef að við klárum áætlun þá höfum við tækifæri til þess að fara í þemabækur að eigin vali.

Í Samfélagsfræði byrjuðum við á nýrri bók sem fjallar um miðaldir, verkefni sem við höfum verið að vinna í. Í náttúrufræði  vorum við í stöðuprófi í náttúrufræði og vinna í glærusýningum sem við ætlum að flytja fyrir bekkinn.

Í kristinfræði erum við í bók sem heitir maðurinn og trúin og við fáum að horfa á mynd á næstunni.

Í dönsku vorum við að klára dýrakafla og tökum próf úr því áður en að við förum að læra um mat á dönsku. Við ætlum að búa til danskt nesti næsta föstudag. Í matreiðslu gerðum við ávaxtahristing sem er hollur og góður.

Við höfum svo verið að vinna í því innan bekkjarins að ákveða árshátíðarleikrit og úr mörgum góðum hugmyndum að velja. Svo munum við skapa persónur og setja upp handrit og erum mjög spennt fyrir því.  7. bekkur sendi inn staðfestingu á tóbakslaus verkefninu sínu og erum að vinna í myndbandinu sem við ætlum að senda inn.

 

 

6.-7. bekkur

css.php