Fréttir

6. og 7. bekkur 21.- 25. janúar

Pistill vikunnar 21.-25. janúar

6. bekkurinn kláraði í nátturfræði bókina Auðvitað 3 og fer nú í stjörnufræði. Við fórum út að skoða stjörnurnar. Við reyndum að rýna í stjörnuhiminninn og sáum karlsvagninn og gervihnött. Í íþróttum var bandí vika sem var mjög skemmtilegt og stórslysalaust þótt við værum með kylfur að slá boltann og sumir sveifluðu sinni mjög hátt! Við óskuðum einnig Guðrúnu til hamingju með daginn en hún varð 12 ára á mánudaginn.

Í samfélagsfræði sömdum við leikrit. 6. bekkur samdi sitt leikrit um Jóhönnu af Örk og 7. bekkur samdi leikrit um lög og reglur á miðöldum.  Við fórum í búninga notuðum leikmuni og sýndum svo hvor öðru.

Í tónmennt vorum við að gera tónlistarverkefni þar sem við áttum að velja einn söngvara eða hljómsveit og segja frá. Við spiluðum svo þrjú lög frá þessum tónlistarmanni eða hljómsveit. Íris og Telma sýndu fyrstar og fjölluðu um Ásgeir Trausta sem er mjög vinsæll þessa dagana.

Í matreiðslu gerðum við góðan rétt sem samanstóð af hakkbollum og súrsætri sósu. Það gekk mjög vel en sumum þótti furðulegt að setja brauð í réttinn en það var samt mjög gott.

Á föstudaginn fengum við loksins snjóinn og gátum farið út í snjókast. Við höfum verið dugleg að fara í skotbolta í frímínútum og núna var það skemmtilegra í snjónum. Það var líka hátíðardagur sem við héldum uppá í hádeginu þegar þorraveisla var á borðstólnum. Best fannst að fá hangikjöt og harðfisk og flestir fengu sér líka hákarl að smakka þótt hann hafi ekki verið eins vinsæll. Í hádeginu var einnig tilkynnt úrslit í vísubotnakeppninni og í okkar flokk,  4.-7. bekk,  sigraði Dagný Rós Stefánsdóttir í 6. bekk en hún átti besta vísubotninn. Við látum vísubotninn fylgja hér að lokum.

Í vetur höfðum við endalaust vor

Varla við sáum snjóinn

Áfram við eltum allskonar spor

og horfum út á sjóinn

css.php