Vikan 22.-26. apríl
Í íslensku erum við búin að vera í þemaverkefni þar sem við höfum valið okkur ljóð og fjöllum um það og höfund þess. Einnig erum við í hópaverkefni þar sem við fjöllum um nafnorð, sagnorð og lýsingarorð.
Í stærðfræðinni höfum við verið að vinna í að klára bækurnar okkar. 6. bekkur hefur svo verið að taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði og í næstu viku verður könnunarpróf hjá báðum bekkjum.
Í samfélagsfræði fórum við út með Rögnu til þess að fræðast um Markó Póló með því að flytja leikþátt. Náttúrufræðin snýst núna um fræðandi myndbönd sem er gaman. Við erum í sundi í íþróttum og syntum baksund í þessari viku.
Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudeginum og fórum sumir á hátíðina á Laugalandi. 6. bekkur hélt utan um þrautir og gekk það mjög vel þótt það væri smá kalt.
Á föstudeginum fórum við út að leika okkur því það var svo gott veður og nýttum við það.