Fréttir

6. og 7. bekkur 28. jan -1. feb

Vikupistill vikuna 28. janúar til 1. febrúar

Í íþróttum vorum við í glímu til að æfa okkur fyrir mót. Í næstu viku kemur Ólafur Oddur og við bíðum spennt eftir að sjá ný glímubrögð til að fella mótherjana á glímumótinu.

 

Íslensku höfum við sjöundi bekkur verið að vinna í lýsingarorðum og að greina þau í texta. Breyta þeim eftir stigum og finna kyn þeirra í setningum. 6. bekkur hefur verið að taka samræmd próf á námfús og auk þess höfum við gert stafsetningaræfingar í sóknarskrift eða eftir upplestri. Við lásum söguna um Sigurð Fáfnisbana er var frækinn víkingur sem drap dreka og marga menn sem þótti víst eðlilegt á þessum tíma.

Í náttúrufræði  hjá Maríu erum við að gera power point kynningu úr Náttúran í nýju ljósi  s.s. dýr, náttúruöfl og ófreskjur.

5.-10. bekkur vorum í kynningu hjá Jóhönnu um tóbakneyslu og var það afar athugavert. Við þökkum henni kærlega fyrir þessar upplýsingar.

Við minnum á að við förum í skíðaferðalag á Bláfjöll á mánudaginn, það er mikil spenna í loftinu enda flestum byrjað að kitla í fæturna að fara á skíði.

Í vikunni var stórt afmælisbarn sem heitir Sigurlín og varð hún 12 ára og nokkuð sést að hún hefur stækkað. Krakkarnir í 6.bekk fóru í afmæli hjá henni á föstudaginn.

Við í 7.bekk fórum heim til hans Smára og skemmtum okkur svakalega mikið, fórum í eltingaleik á rúllunum og feluleik úti í hesthúsi.

Við vorum komin á áætlun í stærðfræði og fórum í spil og partý og co á meðan þeir sem áttu eftir að vinna eitthvað kláruðu það.

Við vorum spennt að heyra að í næstu viku stendur til að fara í skíðaferð og svo var talað um leikhúsferð sem er í marsbyrjun og sjötti bekkur var ánægður að þau fá að fara með eldri hópnum í ár.

Eftir 7.bekk

 

css.php