Fréttir

6. og 7. bekkur 3.-5. apríl

Vikupistill vikunnar 3. -5. apríl 2013

Við komum í skólann í stutta kennsluviku vegna páskafrísins. Okkur þótt mjög gaman að hitta hvert annað.

Jóhanna átti afmæli og hélt hún upp á það eftir skóla. Veðrið var mjög gott og gaman að fara út og leika sér í frímínútum. Í samfélagsfræði fengum við að fara út og hlusta á krossferðir.  Við fengum áætlun í íslensku og stærðfræði og unnum í henni. Við náðum að klára hana heima og í skólanum og fengum því að fara út í síðasta tíma.

Í dönsku fórum við í skemmtilegan leik sem var þannig að einhver skrifaði orð og þá áttum við að finna það og setja á kennaraborðið.  Í matreiðslu nýttum við okkur áfram góða veðrið og fórum út í indíánaskóg og steiktum skonsur.

Annað ekki í bili, erum að fara út!!

6.-7. bekkur

css.php