Fréttir

6. og 7. bekkur 7. -11. janúar

Vikan 7. – 11. janúar

Í náttúrufræði  kláruðum við bókina Auðvitað 3  og bráðum byrjum við í stjörnufræði.  Í dönsku erum við að gera plaköt um dönsk dýr,  t.d. dýrin í skóginum,dýr í vötnum og ám og engjum.  Í tölvum erum við að gera dagatal.

7. bekkur fór í tóbakslaus og það gengur  vel.  Þau eru búin að gera áætlun um hvernig þau vilja vinna verkefnið og hvaða hlutverk hver og einn hefur. 6.bekkur fór í samræmt könnunarpróf frá árinu 2004 í íslensku sem þau taka á vefnum namfus.is.  Þau gilda samt ekki til einkunnar en eru góð æfing fyrir okkur í sjötta bekk sem munum taka samræmt próf í haust.

Í síðasta tíma á föstudag héldum við bekkjarfund. Við fórum að hugsa um bekkjarkvöldið sem okkur langar að halda á vorönninni og komum með tilögur um hvað okkur langaði að gera. Hugmyndir komu um að fara í leiki, bíó, skauta, laser tag og skemmtigarðinn. Okkur langar að fara til Reykjavíkur  og ætlum að kanna hvað það kostar okkur að gera það sem okkur langar að gera. Þannig vitum við hvort að það sé hægt. Við ætlum einnig að ræða við foreldra og athuga hvað þeim finnst um þetta.

css.php