Fréttir

6. og 7. bekkur í vettvangsferð í náttúrufræði

Heimsókn í hitaveituna

6. og 7. bekkur fengu góða heimsókn í desember frá Guðmundi Jónassyni sem kom á vegum Orkuveitunnar hér á Laugalandi. Heimsóknin var liður í kennslu þeirra í náttúrufræði hjá Maríu þar sem þau eru að læra um orku. Þau tóku svo röltið upp í hitaveituhús og skoðuðu aðstæður.

Í vikupistli 6. og 7. bekkjar má lesa þetta um heimsókninna: ,,Fróðlegt var að sjá loksins inn í þetta kúluhús og litla húsið við hliðina. Nú erum við vísari um þá orku sem býr í nágrenni okkar.“

Er ekki annað að heyra og sjá á myndunum sem hér fylgja að þetta hafi verið vel heppnað og fróðlegt fyrir nemendur.

css.php