Fréttir

6. og 7. bekkur (19.-23. nóv.)

Vikan 19. -23. nóvember  2012

Á mánudag vorum við að læra fyrstu fjóru tímana í námsefni vikunnar .Eftir það fórum við í kirkjuferð upp í Marteinstungukirkju og  töluðum við Halldóru prest um trúarmál og  fórum svo  í félagsheimilið  og drukkum appelsínute og fengum kex .

Við byrjuðum að ræða hugmyndir varðandi leikrit á litlu jólunum og fengum alls rúmar 20 hugmyndir og kusum hvaða hugmyndir væru bestar. Svo áttum við að hugsa um leikritin og koma með hugmyndir.

Á fimmtudag fór hluti nemenda í lestrarpróf og 6. bekkur fór að vinna í háleynilega verkefninu sínu og fór svo á diskótek í tveimur síðustu tímunum.  Fimleikar voru í íþróttum þessa vikuna og margir voru orðnir nokkuð góðir í að standa á haus eða höndum. Eftir skóla hélt svo 7. bekkur bekkjarstund þar sem þau fóru í leiki og fengu sér pizzu. Hnífjafnt var í keppni milli stráka og stelpna í ljósmyndamaraþoni.

Föstudagurinn var fremur spennandi . Við ákváðum leikrit og byrjuðum að hugsa leikendur og söguþráð. Okkur finnst þetta frumsamda leikrit mjög fyndið og skemmtilegt og fengum heimaverkefni að útfæra það betur yfir helgina. 7.bekkur gerði jólakort með Guðna og Björgu á meðan 6.bekkur fór að vinna að háleynilegu jóla verkefni sem komið er langt á veg og mun brátt verða opinberað fyrir nemendum skólans.

 

Jónas Hilbert 6. bekk og Smári Valur Guðmarsson 7. bekk.

css.php