Fréttir

6. og 7. bekkur – vikan 26 -30. desember

Vikupistill

Mánudagur: Það var hakk, spagettí og kjötsúpa í matinn. Í íþróttum vorum við í körfubolta. Við lærðum um líkingar og flatarmyndir. Dagurinn endaði  svo á náttúrufræði og við lærðum um orkugjafa.

Þriðjudagur: Það var fiskréttur og búðingur í eftirrétt. 6. bekkur er svo í textílmennt en við í 7. bekk erum í smíði og þessi dagur vikunnar endaði með tvöföldum samfélagsfræðitíma en við erum að læra um Norðurlöndin. Í  þessum tíma lærðum við um Danmörku, Færeyjar og Grænland.

Miðvikudagur: Eyrún er svo hress á morgnana og við byrjuðum daginn á að syngja jólalög. Ragna sagði okkur svo allt um páskana, Santa Pétursdaginn og pönnukökudag á ensku. Í nátturufræði lærðum við um hitamun. Ragga, Magga og Ólafía elduðu svo handa okkur kjúkling og við fengum kökusneið og smáköku í eftirrétt. En einn dagurinn endar með tvöföldum myndmenntatíma sem fór í að búa til jólakort.

Fimmtudagur: Því miður var Guðni ekki með okkur fimmtudag og föstudag því hann var á fundi á  Selfossi. Í íþróttum var Kolbrún skólastýra að kenna okkur blak. Í dönsku lærðum við um dýr. Maturinn sem við fengum að þessu sinni var afgangur af öllum matnum sem við fengum í vikunni. Við kláruðum áætlun á miðvikudegi og fengum að vera í háleynilegaverkefninu sem 6. bekkur er að gera en við úr 7. bekk ætlum að keppa í Tóbakslaus bekkur og því í nógu að snúast. Dagurinn endaði svo á því að við bökuðum gómsætar piparkökur.

Föstudagur: Í matinn var hrísgrjónagrautur og slátur. Við héldum áfram í háleynilega verkefninu og Tóbakslaus bekkur. Dagurinn endaði svo á morðingja en við getum sagt að þessir morðingjar eru ekki svo góðir því allir sluppu heilir í helgarfrí.

Eftir Jönu Lind úr 7. bekk

css.php