Fréttir

6. og 7. bekkur (12.-16. nóv.)

Vikan 12.-16.nóvember

Í þessari viku kom Dagný færandi hendi í skólann og gaf honum spil sem nemendur geta spilað í frímínútum eða þegar þau hafa unnið sér það inn.

Á fimmtudaginn fórum við í 6. bekk í stærðfræði í próf úr öðrum kafla sem fjallaði um líkur. Líkur er þegar við metum hversu líklegt sé að ákveðnir hlutir geti gerst. Við tókum töflutíma með Guðna og undirbjuggum okkur vel fyrir prófið.

Við fórum einnig í próf í dönsku hjá Björgu og gerðum svo stíl í íslensku um það dýr sem við vildum vera og hvernig dagurinn hjá dýrinu yrði. Sumir völdu hunda og hesta en var skrifað um kött og hamstur.

Á miðvikudagskvöldið fór svo 7. bekkurinn á diskóball og 6. bekkurinn mun fara í næstu viku á ball í síðustu tveim tímunum á fimmtudaginn. Á ballinu var farið í limbó og fleiri skemmtilega leiki og við skemmtum okkur mjög vel.

Dagur íslenskrar tungu var á föstudeginum og í því tilefni fræddumst við um limrur og botnuðum sjálf vísur auk þess sem að 10. Bekkurinn bauð okkur í heimsókn og sýndi okkur leikrit um rétta málvenjur þar sem málvöndunarkanínan kenndi okkur að tala rétt og svo fengum við að sjá myndband.

Skemmtilegasti hluti vikunnar var á fimmtudeginum þegar við sáum að það var byrjað að snjóa og um kvöldið sungum við á tónleikum með öðrum nemendum skólans og tónlistarvalinu sem var mjög skemmtilegt.

 

Bergþór og Sóley!

css.php