Fréttir

6. og 7. bekkur (5. -9. nóv.)

Vikan 5-9.nóv

Í stærðfræði hjá 7.bekk vorum við í  brotum og 6.bekkur að vinna í líkum en í íslensku var 7.bekkur í fallbeygingu og 6.bekkur í að finna leikendur í leikrit og ráða í hlutverk í bókinni Skrudda.

Í íþróttunum erum við hvorki meira né minna í badminton og borðtennis og svo á fimmtudaginn var glímumót auk þess sem að sumir nemendur fara á borðtennismót á föstudeginum.

7.bekkjar stelpur fóru í sprautu á þriðjudaginn og svo á föstudaginn fengum við nýjan nemanda í 6.bekk sem heitir Guðrún Jóna og hún býr í Áskoti.

Á fimmtudeginum var dagur gegn einelti og Guðni las sögu sem við ræddum um og við skoðuðum síðuna www.gegneinelti.is og skrifuðum undir sáttmálann gegn einelti. Kolbrún og Stefán komu svo í heimsókn í tíma og ræddu einelti.

Í náttúrufræði  vorum við að gera tilraun með borðtenniskúlu en tilraunin mistókst hún því kúlan var beygluð eða gat á henni. Svo vorum við að tala um jólaskreytingar hjá Guðna oghvenær við megum skreyta stofunna en við máttum byrja að skreyta 19.nóv.

Kveðja frá pistlahöfundunum: Íris og Sigurlín í 6-7.bekk.

css.php