Fréttir

8. -9. bekkur 7. -11. janúar

Vikupistill 7.-11. janúar

Mánudagur

Í íslensku fengu 9. bekkingar nýja bók sem heitir Sagnorð en 8. bekkur hélt áfram í bók sem heitir Smáorð. Í dönsku unnum við í Ekko og á meðan var 8. bekkur með 7. bekk í íþróttum og spilaði blak. Í náttúrufræði horfðum við á myndefni um plánetur og hvernig er inni í geimskipum. Í stærðfræði unnum við samkvæmt áætlun. Eftir mat var enska hjá báðum bekkjum. 9. bekkur fór í English Grammar Onilne á meðan 8. bekkur hélt áfram í Spotlight og lærði um útlit og tísku. Síðan var íslenska og við lærðum ennþá meira um móðurmálið. Eftir frímínútur fóru 9. bekkingar í íþróttir þar sem þeir gerðu alls kyns æfingar og fóru í handbolta. Á meðan var 8. bekkur í dönsku og fékk síðan spjalltíma þar sem fermingarfræðslan hjá Halldóru féll niður.

þriðjudagur

Í stærðfræði voru báðir bekkirnir í algebru. Svo kom samfélagsfræði þar sem var æft fyrir ræðukeppnina vegna tafa á útgáfu vinnubókarinnar. Eftir frímínútur gerðum við það sama og venjulega í íslensku og í ensku unnum við í Spotlight. Eftir mat fórum við í samfélagsfræði og vorum í samfélagsfræðileikjum og svo fór 9. bekkur í dönsku. Eftir frímínútur var tölvuval þar sem flestir spiluðu tölvuleikinn Call of Duty.

Miðvikudagur

Í náttúrufræði horfðum við á þætti á netinu sem heita Sjónaukinn og fjalla um stjörnurnar og ýmislegt í tengslum við þær. Svo fór 9. bekkur í tölvur í dönsku. Eftir frímínutur fóru báðir bekkir í stærðfræði og unnu í algebru samkvæmt áætlun. Í ensku unnu báðir bekkir í bókunum. Eftir mat æfði tónlistarvalið lög fyrir árshátíð. Síðan var leiklistarval eftir skyldufrímínútur. Jóhanna var fjarverandi og Stefán kom fyrir hana og talaði um leikhúsgagnrýni í fyrri tímanum en í seinni tímanum léku tveir og tveir af fingrum fram samkvæmt forskrift frá kennara.

Fimmtudagur

Í fyrsta tíma fór 8. bekkur í íþróttir og gerði alls kyns æfingar t.d. armbeygjur og magaæfingar. Á meðan var 9. bekkur að læra í dönsku í fyrri tímanum og vann í skólablaðinu í seinni tímanum. Eftir fyrstu frímínútur var stærð fræði og unnið samkvæmt áætlun. Á eftir stærðfræði var íslenska. Á eftir ljúffengnum mat var enska og 8. bekkur hélt áfram að læra um tísku og útlit en 9. bekkur lærði um New York. Svo var annar stærðfræðitími – algebra. Á eftir honum fór 9. bekkur í líkamsrækt en á meðan voru 8. bekkingar í dönskum talæfingum.

Föstudagur

Dagurinn byrjaði hressilega á íslensku og eru flest allir komnir langt í bókunum. Síðan var  danska hjá 9. og 10. bekk og á meðan voru 8. bekkingar í  stærðfræði í 10. bekkjar stofunni. Eftir 20 mínútna frímínútur var enska og byrjuðum við í samvinnuverkefnum um útlit og tísku og New York. Síðan var samfélagsfræði þar sem lesið var í glænýrri bók sem heitir Um víða veröld og á eftir samfélagsfræði kom matur. Eftir mat var náttúrufræði og horfðum við á stuttmyndir um stjörnur og gervitungl. Næst kom danska. Skipt var í hópa og æft leikrit á dönsku. Í síðasta tímanum var lífsleikni þar sem Stefán sýndi heimsspekihæfileika sína og leyfði okkur svo að fara í fótbolta síðasta korterið.

Pistlahöfundar þessa viku voru

Jónas og Óttar

css.php